Stofnun Fyrirtækja

1 atkvæði

Þegar einstaklingar standa frammi fyrir því að nýskrá fyrirtæki, þá er eitt af fyrstu skrefunum eftir skráningu að stofna til bankaviðskipta.

Bankinn á núþegar frábært fræðsluefni (https://www.islandsbanki.is/is/flokkur/thjonusta/val-a-rekstrarformi) sem hjálpar einstaklingum á þessari vegferð, en hvers vegna ekki að taka þetta skrefinu lengra?

Þegar fólk rambar á þessa frábæru síðu, væri þá ekki upplagt að taka utan um viðskiptavininn og bjóða uppá hnappinn "Stofna fyrirtæki".

Bankinn myndi þá leiða viðskiptavininn í gegnum ferlið, fá þær upplýsingar sem þarf til þess að stofna fyrirtækið og annast samskiptin við RSK. Það væri hægt að ferla þetta mjög vel og gera þessa upplifun átakalausa. Hluti af þessu ferli væri að bjóða viðskiptavininum viðeigandi vörur sem henta þessu nýstofnaða fyrirtæki; bankareikning, yfirdrátt, kort o.s.frv.

Fyrirtækið og allar vörur væru þannig stofnaðar í sama ferlinu fyrir ánægðan viðskiptavin.

Í rýni Tillaga frá: Kári Þrastarson Kosið: 01 mar. Athugasemdir 0

Athugasemdir: 0