Sjálfvirkar umframgreiðslur á lán

85 atkvæði

Bjóða viðskiptavinum að greiða sjálvirkt inn á lánin sín
Leið 1 - Föst upphæð: Notandi velur fasta upphæð sem fer inn á lánið mánaðarlega
Leið 2 - Föst heildarupphæð: Notandi velur þá upphæð sem hann er tilbúinn að nota í lánið mánaðarlega. Segjum að upphæðin sé 300.000, ef afborgun er 250.000 mun sjálfvirkt leggjast inn 50.000 aukalega.
Leið 3 - Verðbætur: Sé lánið verðtryggt getur notandi valið að borga verðbæturnar sjálfvirkt í hverjum mánuði.
Leið 4 - Tímavélin: Segjum sem svo að notandi sé með lán til 20 ára en vilji borga það niður á 10. Tímavélin þá umreiknar lánið eins og um 10 ára lán væri að ræða um umframgreiðir inn á lánið það sem upp á vantar eftir að afborgun sem miðast vo 20 ár er greidd.

Svo er hægt að bæta við eins og hámarksupphæð sem viðkomandi er tilbúinn að borga ef upphæð er breytileg. Pása einn mánuð ef útgjöldin eru bara þannig þann mánuðinn. Senda tilkynningar um að greiðsla muni vera gerð daginn eftir svo notandi viti af því og fleira.

Á dagskrá Tillaga frá: Gyða Kosið: 22 apr. Athugasemdir 5

Athugasemdir: 5